James Dimon, framkvæmdastjóri JP Morgan Chase & Co., hefur lokið meðferð vegna krabbameins í hálsi. Wall Street Journal greinir frá þessu.

Warren Buffett, sem sjálfur fór í meðferð vegna krabbameins í blöðruhálskirtli árið 2012, sendi Dimon tölvupóst skömmu eftir að hann greindi frá meininu opinberlega. Ráðlagði hann honum að hvíla sig vel og horfa á uppáhaldssjónvarpsþátt Buffett; Breaking Bad. Dimon gerði hvorutveggja.

Karlinn virðist reyndar harður af sér því hann lét sjá sig á skrifstofum bankans á hverjum virkum degi á meðan krabbameinsmeðferðinni stóð. Nú taka við átta vikur af endurhæfingu og bið eftir staðfestingu á því hvort hann sé endanlega laus við meinið.