© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Starfsmenn sem vafra reglulega á netinu í vinnunni afkasta meiru en þeir sem nýta rólega tíma til að tala í síma eða eiga persónuleg samskipti í gegnum spjall eða textaskilaboð. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem sagt er frá í Wall Street Journal. Framleiðni þeirra starfsmanna sem nýta rólega tíma í að vafra um netið og heimsækja síður að sínu eigin vali er meiri en annarra. Ástæðan er sögð vera sú að fólk endurnærist við að flakka á milli vefsíðna sem því líkar við. Hvíldin sem felist í því sé meiri en í gegnum persónuleg samskipti sem geta dregið úr einbeitingunni og þar af leiðandi framleiðninni þar sem fólk þarf að hafa athyglina í lagi.