Varðberg, samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál, standa í dag fyrir hádegisfundi um öryggi í rafrænum viðskiptum í ráðstefnusal Þjóðminjasafnsins.

Þar munu þeir Guðmundur Kr. Tómasson, viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, og Haukur Oddsson, rafmagnsverkfræðingur og tölvunarfræðingur frá Háskóla Íslands, flytja erindi. Guðmundur mun fjalla um rafrænda greiðslumiðlun en Haukur mun flytja erindi undir heitinu; Að vera á undan skúnkunum.

„Tölvuöryggi í viðskiptum skipir alla máli. Sífellt fleiri treysta á tölvur við millifærslu fjármuna eða við uppgjör í fjárhagslegum samskiptum,“ segir í auglýsingu Varðbergs fyrir fundinn.

„Þá eykst notkun kortaviðskipta jafnt og þétt. Jafnframt berast fréttir af því að á skipulagðan hátt leitist afbrotamenn eða svikarar við að brjótast inn í tölvukerfi. Að þessu sinni hefur Varðberg fengið tvo sérfróða menn um öryggi í rafrænum viðskiptum til að skýra málið á opinberum fundi.“

Fundurinn fer sem fyrr segir fram í ráðstefnusal Þjóðminjasafnsins kl. 12 í dag.