Aðalbjörg A. Gunnarsdóttir sem gegnt hefur starfi þjónustustjóra Arion banka á Grundarfirði hefur verið ráðin útibússtjóri bankans á Snæfellsnesi í stað Kjartans Páls Einarssonar sem látið hefur af störfum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Arion banka.

Aðalbjörg mun jafnframt taka við stjórnun útibúsins í Búðardal og verður hún því útibússtjóri þriggja útibúa bankans á Vesturlandi, í Grundarfirði, Búðardal og Stykkishólmi.

Aðalbjörg hefur unnið hjá Arion banka og forverum hans frá árinu 2001 eða í rúm 15 ár og gegnt margvíslegum störfum innan bankans.