Aðalbjörn Sigurðsson tók um áramót við stöðu forstöðumanns upplýsingamála hjá Gildi-lífeyrissjóði sem er þriðji stærsti lífeyrissjóður landsins. Í tilkynningu segir að ráðningin sé liður í stefnu sjóðsins um aukna upplýsingagjöf til sjóðsfélaga og almennings.

Aðalbjörn, sem er félagsfræðingur að mennt, starfaði áður sem útgáfu- og kynningarstjóri Kennarasambands Íslands. Hann hefur einnig starfað m.a. sem fréttamaður á fréttastofu RÚV, sem blaðamaður og síðar fréttastjóri á Blaðinu og sem framkvæmdastjóri AFLS starfsgreinafélags Austurlands.

Sambýliskona Aðalbjörns er Sigríður Ingólfsdóttir flugfreyja og eiga þau tvö börn.