Aðalfundur Hægri grænna verður haldinn í Tjarnarbíói nk. föstudag, hinn 17. júní, kl. 9-11. Samtímis verður ársafmæli flokksins fagnað. í fréttatilkynningu frá flokknum kemur fram að fundurinn sé öllum opinn.

Þar eru jafnframt talin upp nokkrar aðgerðir í efnahagsmálum sem flokkurinn leggi áherslu á. Þar á meðal eru afnám gjaldeyrishafta, einföldun skattkerfisins og upptaka 20% flats skatts, lækkun tryggingagjalds í 3%, afnám verðtryggingar og skipting banka í fjárfestingar- og viðskiptabanka auk afnám ríkisábyrgðar á innistæður. Þá telur flokkurinn nauðsynlegt að lækka gjöld á eldsneyti og flýta stóriðjuframkvæmdum.