Aðalfundur Haga gat ekki byrjað klukkan 10 í morgun eins og áætlað var. Ástæðan fyrir þessu var sú að ekki væru fulltrúar nægilega mikils hlutafjár félagsins til staðar. Fundarstjóri ákvað að bíða eftir þeim svo halda mætti fundinn í samræmi við samþykktir félagsins. Von var á einum hluthafa sem myndi ná að lyfta hlut þeirra sem  mættir voru yfir 50%, svo að fundurinn gæti hafist.

1800 hluthafar er skráðir fyrir hlutum í Högum. Samkvæmt talningu Viðskiptablaðsins voru um 40 manns mættir hálftíma eftir að fundurinn átti að hefjast.

Meðal þess sem til stendur að taka fyrir á fundinum er samþykkt um starfskjarastefnu félagsins, laun stjórnarmanna, kosning í stjórn og ráðstöfun hagnaðar. Einnig verður ársreikningur Haga lagður fyrir aðalfundinn.

Árni Hauksson
Árni Hauksson
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Árni Hauksson, stjórnarformaður Haga, á aðalfundi félagsins í morgun.