Aðalfundur VÍS ákvað í gær að fresta stjórnarkjöri vegna þess að einungis einn karl var í framboði til stjórnarinnar og því ljóst að niðurstaða stjórnarkjörs gat ekki orðið í samræmi við ákvæði laga og samþykkta félagsins um hlutföll kynja í stjórninni.

Framhaldsaðalfundur verður haldinn þann 6. apríl næstkomandi klukkan 17:00 og er eina málið á dagskrá fundarins kosning stjórnar.

Frestur til að tilkynna um ný framboð til stjórnar lýkur fimm dögum fyrir framhaldsaðalfundinn, föstudaginn 1. apríl 2016, kl. 16:00, að því er kemur fram í tilkynningu til kauphallarinnar.