Oliver Blanchard, aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, gagnrýnir lækkun Standard & Poor´s á lánshæfi Frakklands. Blanchard segir að lækkunin hafi ekki með nokkrum hætti verið réttlætt. Engar líkur séu á að Frakkar eigi í erfiðleikum með að greiða af lánum sínum.

Blanchard, sem er franskur ríkisborgari, sagði í samtali við þýska blaðið Sueddeutsche Zeitung að efnahagslífið í Frakklandi væri „ekki blómstrandi“ en það væri alls ekki eins slæmt og sumir teldu.

Það kom Francois Hollande, forseta Frakklands, mjög í opna skjöldu þegar lánshæfismat ríkisins var lækkað úr AA+ í AA fyrr í mánuðinum.