*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 4. nóvember 2011 09:15

Aðalhagfræðingur Seðlabankans undrast launahækkanir

Seðlabankanum er gert erfitt fyrir þegar laun eru hækkuð of mikið. Þórarinn G. Pétursson segir víxlverkun launa og verðlags slæma.

Ritstjórn
Þórarinn G. Pétursson
Birgir Ísl. Gunnarsson

„Hvernig datt ykkur í hug að semja um þessar launahækkanir?" spyr Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans. Hann lagði þunga áherslu á neikvæð áhrif víxlverkunar launa og verðlags á efnahagslífið og undrast síðustu kjarasamninga samtaka á vinnumarkaði.

Þórarinn er í pallborði á fundi Viðskiptaráðs um Peningamál þar sem Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, var aðalræðumaður.

Már gerði peningastjórn Seðlabankans að umræðuefni sínu og fór yfir rök bankans fyrir stýrivaxtahækkun hans. Stýrivextir Seðlabankans voru hækkaðir um 25 punkta á miðvikudag. Hækkunin kom flestum greiningaraðilum á óvart. Már sagði hlutverk Seðlabankans vera lögum samkvæmt að halda verðlagi stöðugu.

Þórarinn benti á að um árabil hafi verið bent að hækkun launa geti haft neikvæð áhrif í samdrætti. Áhrifin smiti fljótt út frá sér út í hagkerfið. Laun hafi hækkað of mikið í síðustu kjarasamningum í fyrra og það ýtt verðbólgu upp.