*

sunnudagur, 16. júní 2019
Fólk 18. ágúst 2016 16:07

Aðalheiður í stjórn Afstöðu

Lögmaðurinn og fyrrum starfsmaður þingflokks Pírata, Aðalheiður Ámundadóttir tekur sæti í stjórn félags fanga.

Ritstjórn

Aðalheiður Ámundadóttir, lögmaður tekur sæti í stjórn Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Aðalheiður verður þar með hvort tveggja fyrsta konan sem situr í stjórn félagsins, sem og fyrsti stjórnarmaðurinn sem ekki er sjálf fangi eða aðstandandi fanga.

Aðalheiður er lögfræðingur en hún lét nýverið af störfum sem starfsmaður þingflokks Pírata á Alþingi. Hefur hún heimsótt flest fangelsi landsins á undanförnum árum og verið í góðum samskiptum við stjórn Afstöðu segir í yfirlýsingu Guðmundar Inga Þóroddssonar formanns félagsins.

Jafnframt segir í yfirlýsingunni:

„Afstaða hefur undanfarin ár barist ötulega fyrir auknu vægi betrunar í stað refsistefnu með það að markmiði að fækka endurkomum í fangelsi. Við þessa hagsmunagæslu er mikilvægt að hafa talsmann og erindreka utan fangelsisins enda mikið starf unnið þar.

Mikilvægt er að fangar geti komið umkvörtunarefnum og því sem miður fer á framfæri við fjölmiðla og stjórnvöld án þess að þurfa að óttast afleiðingar þess í afplánun sinni, en fangar eru eðli málsins samkvæmt í þeirri aðstöðu að eiga alla sína velferð undir þeim sem fangelsunum stýra og því kann þeim að virðast erfitt að gagnrýna sömu aðila opinberlega.

Þátttaka Aðalheiðar, sem sjálfstæðrar stjórnarkonu, í stjórn Afstöðu mun auka trúverðugleika og vigt félagsins og er mikilvægt skref til þess að halda hinu góða starfi áfram.“

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is