Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Lýð Guðmundssyni og Bjarnfreði H. Ólafssyni hefst í dag. Málið snýst um 50 milljarða króna hlutafjárhækkun Exista síðla árs 2008.

Lýður var þá stjórnarformaður Exista. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í október í fyrra. Þeir eru þar ákærðir fyrir brot gegn hlutafélagalögum fyrir að hafa vísvitandi brotið gegn ákvæðum um greiðslu hlutafjár með því að greðia minna en nafnverð fyrir hlutaféð í Exista.

Lýsing lánaði einn milljarð króna fyrir hlutafjárhækkuninni. Í ákærunni kemur m.a. fram að upphæðin hafi aldrei komið inn í rekstur Exista. Sérstakur saksóknari krafðist þess í ákærunni að Bjarnfreður verði sviptur lögmannsréttindum í tengslum við málið. Hluthafar hafa krafist þess að Lýður stígi til hliða r sem stjórnarformaður Bakkavarar meðan á málarekstrinum stendur.