Vegna þeirrar óvissu sem gæti skapast á íslenskum skuldabréfamarkaði í kjölfar ráðgefandi álits EFTA dómstólsins í verðtryggingarmálinu sem þar hefur verið tekið fyrir hafa Lánamál ríkisins ákveðið að veita aðalmiðlurum tímabundna undanþágu á skyldum á eftirmarkaði.

Í dag eru aðalmiðlarar því undanþegnir þeirri skyldu að leggja fram kaup- og sölutilboð í viðskiptakerfi NASDAQ OMX með tilgreindum hámarksmun eins og fram kemur í 3. gr. gildandi samnings milli aðalmiðara og Seðlabanka Íslands vegna útgáfu ríkisverðbréfa og viðskiptavakt á eftirmarkaði.

Lánamálum ríkisins er heimilt að afturkalla undanþágu þessa að fengu samþykki meirihluta aðalmiðlara sbr. 8. gr. ofangreinds samnings.