Mikael Torfason, aðalritstjóri 365 miðla, er hættur störfum hjá fyrirtækinu. Frá þessu var greint á starfsmannafundi sem blaðamenn og starfsfólk 365 voru boðaðir til klukkan 14:10 í dag.

Mikael var ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins við hlið Ólafs Stephensen sem gegndi ritstjórastöðunni einn áður í mars í fyrra. Ráðning hans var umdeild en í kjölfarið hætti Steinunn Stefánsdóttir, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins. Hann var svo í maí sama ár ráðinn aðalritstjóri 365 miðla.

Fram kemur á frétt RÚV um málið að Kristín Þorsteinsdóttir, útgefandi 365, taka við störfum Mikaels.

Í tilkynningu frá 365 segir Mikael:

„Mér var falið að sameina fréttastofur 365 miðla, því verkefni er nú lokið.“