Félagið Aðalskoðun hf. hagnaðist um 17 milljónir króna á síðasta rekstrarári, samanborið við 21 milljóna króna tap árið áður. Rekstrartekjur félagsins námu tæplega 573 milljónum króna og eignir námu rúmlega 448 milljónum króna. Eigið fé félagsins nam 180 milljónum króna og eiginfjárhlutfall var því 40% í árslok 2017.

Ómar Þorgils Pálmason er framkvæmdastjóri Aðalskoðunar en félagið er að mestu leyti í eigu Skjaldar og skoðunar ehf.