Breska barnafatakeðjan, Adams Kids hefur nú sagt upp um 850 manns en á næstu dögum mun keðjan loka 111 verslunum (af 270) í Bretlandi.

Þessi aðgerð Adams Kids kemur ekki á óvart en eins og Viðskiptablaðið hefur greint frá var keðjan tekin yfir af endurskoðunarfyrirtækinu  PricewaterhouseCoopers um jólin vegna rekstrarerfiðleika. Þá var strax varað við því að keðjan kynni að loka búðum og segja upp starfsfólki.

Adams Kids er stærsta barnafataverslun Bretlands en hjá félaginu starfa um 3.200 manns.

Í tilkynningu frá PricewaterhouseCoopers kemur fram að hinar 160 verslanir keðjunnar verða áfram opnar um sinn á meðan félagið er í endurskipulagningu en stefnt er á sölu eða uppstokkun keðjunnar.

Í Bretlandi fara fyrirtæki ekki í beint í greiðslustöðvun líkt og hér á landi heldur tilnefnir dómari tilsjónarmann, sem oftast er endurskoðunarfélag, yfir fyrirtækjum þannig að hægt sé að koma eignum í verð, endurskipuleggja rekstur nú eða keyra félagið í þrot.