Lands­virkjun og há­tækni­fyrir­tækið atNorth, áður Advania Data Centers (ADC), hafa undir­ritað nýjan raf­orku­samning til tveggja ára til að styðja við áframhaldandi vöxt gagnavera atNorth. Fyrr á árinu var gengið frá öðrum slíkum samningi og er því um mikla aukningu í við­skiptum að ræða á stuttum tíma. Þetta kemur fram í fjöl­miðla­til­kynningu.

Starfs­menn atNorth eru um 50 talsins auk fjölda verk­taka og ár­leg heildar­velta nemur yfir sex milljörðum króna. Starf­semin fer að mestu fram hér á landi en í lok ársins er á­formað að taka í notkun gagna­ver í Stokk­hólmi, þar sem hitinn frá tölvu­búnaði verður nýttur til hús­hitunar.

Gagna­verið sem stað­sett er á Fitjum í Reykja­nes­bæ er eitt það stærsta í Evrópu. Raf­orku­samningurinn gerir atNorth kleift að mæta sí­vaxandi eftir­spurn eftir ofur­tölvu­afli og sér­fræði­þjónustu í bálka­keðju­tækni (e. blockchain). Í takt við aukna eftir­spurn var ný­verið lokið við stækkun á þeim hluta gagna­versins sem tryggir há­marks rekstra­r­öryggi og upp­fyllir strangar öryggis­kröfur.

„Gagna­vers­iðnaður er í örum vexti á heims­vísu og ná­granna­löndin keppast við að laða slíka starf­semi til sín. Sam­starfið við atNorth hefur verið með miklum á­gætum og nýr raf­orku­samningur sam­keppnis­hæfur í al­þjóð­legu til­liti. Kröfur um sjálf­bærni í rekstri fyrir­tækja eru að aukast og veitir raf­orka úr endur­nýjan­legum orku­lindum við­skipta­vinum visst sam­keppnis­for­skot. Það er afar á­nægju­legt að rekstur atNorth gengur vel og geta stutt við á­fram­haldandi vöxt fé­lagsins," segir Hörður Arnar­son, for­stjóri Lands­virkjunar, í til­kynningunni.

„Mikil tæki­færi eru falin í því fjöl­breytta þjónustu­fram­boði sem við höfum byggt upp í okkar gagna­verum hér á landi en undan­farin misseri hefur á­hugi á þeim gagna­vers­þjónustum sem lúta háum rekstrar- og öryggis­kröfum verið mikill og leitt af sér um­fangs­mikil verk­efni hjá okkur. Okkar nú­verandi við­skipta­vinir hafa verið að stækka tals­vert við sig en við verðum einnig vör við aukningu í eftir­spurn frá nýjum aðilum frá fyrra ári. Ef fram heldur sem horfir mun ekki verða neitt lát á upp­byggingar­verk­efnum tengdum öruggum gagna­vers­hýsingum okkar bæði hér­lendis og er­lendis," segir Eyjólfur Magnús Kristins­son, for­stjóri atNorth, í til­kynningunni.