Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings og sakborningur í hinu svokallaða Al Thani-máli, lagði á dögunum fram greinargerð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna málsins. Þar ber Hreiðar Halldór Bjarkar Lúðvígsson, framkvæmdastjóra fjárfestingarbankasviðs Arion banka og fyrrverandi starfsmann Kaupþings,  ákveðnum sökum. Halldór er eitt aðalvitna saksóknara í málinu.

Hreiðar leiðir meðal annars að því líkur í greinargerðinni að gert hafi verið samkomulag við Halldór (og fleiri) um að fallið yrði frá saksókn á hendur honum gegn því að hann veitti upplýsingar um þátt annarra í málinu. Halldór þvertekur fyrir þessar ásakanir.

[ .. ] það voru aðrir sem hönnuðu fléttuna, sömdu um kaup og kjör og tóku allar ákvarðanir. Ég átti enga aðkomu að því,“ segir Halldór. „Þannig að allar aðdróttanir um að ég hafi gert einhvern samning við sérstakan saksóknara eru úr lausu lofti gripnar. Ég er eingöngu vitni í málinu og ég veit ekki hvað vakir fyrir mönnum að gefa í skyn að aðkoma mín að málinu sé önnur en hún raunverulega var. Nema þá bara til að reyna að rýra trúverðugleika minn sem vitnis.“

Nánar er fjallað um málið í ítarnlegu viðtali við Halldór Bjarkar í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.

Halldór Bjarkar Lúðvígsson - Arion
Halldór Bjarkar Lúðvígsson - Arion
© BIG (VB MYND/BIG)