Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 176 þúsund í síðasta mánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Brottfarir í júní voru um 75% af því sem þær voru í júní 2018 þegar mest var og um 90% af því sem þær voru í júnímánuði 2019.

Um er að ræða fimmta fjölmennasta júnímánuðinn frá því að mælingar hófust. Tæplega þriðjungur brottfara var tilkominn vegna Bandaríkjamanna eða um um 53 þúsund talsins. Brottfarir Þjóðverja voru í öðru sæti, um 21 þúsund talsins eða 12,1% af heild. Brottfarir frakka voru um 6,2% af heild og Breta 5,9%.

Brottfarir Íslendinga mældust um 66 þúsund og og hafa þær einungis mælst tvisvar áður svo margar í júní.

Frá áramótum hafa um 636 þúsund erlendir farþegar farið frá Íslandi en á sama tíma í fyrra voru brottfarir þeirra tæplega 75 þúsund talsins. Þegar mest var, á fyrri árshelmingi 2018, voru brottfarir erlendra farþega 391 þúsund fleiri en á fyrstu sex mánuðum 2022.