*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 5. júní 2021 17:02

Aðeins 15% samdráttur í faraldrinum

Tekjur veitingastaðarins Jómfrúarinnar námu 286 milljónum króna á síðasta ári og drógust saman um 15% frá fyrra ári.

Ritstjórn
Jakob Einar Jakobsson, framkvæmdastjóri og eigandi Jómfrúarinnar.
Haraldur Guðjónsson

Tekjur veitingastaðarins Jómfrúarinnar námu 286 milljónum króna á síðasta ári og drógust saman um 15% frá fyrra ári. Tap veitingastaðarins jókst úr tæplega 18 milljónum króna í tæplega 25 milljónir króna milli ára.

Rekstrargjöld námu 312 milljónum króna og drógust saman um 18 milljónir milli ára. Eignir námu 91 milljón króna í árslok 2020 og eigið fé var neikvætt um 26 milljónir.

Jakob Einar Jakobsson er framkvæmdastjóri og eigandi Jómfrúarinnar.

Stikkorð: Jómfrúin uppgjör