Innan við sjötti hver farþegi Icelandair, eða 16% farþega, á síðasta ári hóf ferðalagið á Íslandi en um helmingur farþega millilenti einungis á Keflavíkurflugvelli á leið sinni yfir hafið. Þessu greinir Túristi.is frá.

Íslensku farþegarnir voru hins vegar fjölmennari en þeir sem millilentu fyrir sjö árum síðan. Vægi þessara tveggja hópa hefur því gjörbreyst síðustu ár. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair skiptust farþegar félagsins áður fyrr nokkuð jafn í þrjá hópa: farþega frá Íslandi, farþega til Íslands og farþega sem millilentu á Íslandi. En núna eru þeir sem koma frá Íslandi lang fámennastir, þá búast forsvarsmenn fyrirtækisins við því að hlutfall farþega frá Íslandi muni áfram lækka með auknum umsvifum.