*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 14. október 2014 07:59

Aðeins 17% nemenda vilja vinna á Landspítalanum

Formaður heilbrigðisvísindasviðs HÍ segir könnun meðal læknanema gefa til kynna hættulega þróun og framtíð heilbrigðiskerfisins sé í hættu.

Ritstjórn
Haraldur Jónasson

„Óánægja fólks beinist að slæmum kjörum að loknu námi og slæmri vinnuaöstöðu,“ segir Margrét Unnarsdóttir, formaður sviðsráðs heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, í samtali við Fréttablaðið.

Þar kemur fram að einungis 17% af nemendum Háskóla Íslands í heilbrigðisvísindum sjái Landspítalann fyrir sér sem sinn framtíðarvinnustað, samkvæmt nýrri könnun meðal nemenda sem leggja stund á heilbrigðisvísindi. Var könnunin send 364 nemendum á næstsíðasta og síðasta ári í læknisfræði, hjúkrunarfræði, lífeindafræði, geislafræði, lyfjafræði og sjúkraþjálfun. Samkvæmt niðurstöðum kannanarinnar íhuga 52% nemenda að flytja til útlanda að námi loknu.

„Þessar niðurstöður gefa til kynna hættulega þróun og ef ekki verður brugðist við þá er framtíð íslensks heilbrigðiskerfis í hættu,“ segir Margrét.

Stikkorð: Landspítalinn