Fleiri fluttu frá landinu en til þess á síðasta ári og var munurinn um 1.465 manns, að því er kemur fram í tölum Hagstofunnar. Er það eitthvað minna en árið 2010 þegar 2.040 fleiri fluttu frá landinu en til þess.

Þegar horft er til íslenskra ríkisborgara sést að munurinn á aðfluttum og brottfluttum var 1.335 í fyrra, en 1.650 árið á undan og hefur dregið úr fólkfsflótta bæði í á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.

Athygli vekur þó að fleiri erlendir ríkisborgarar fluttu til landsbyggðarinnar en frá henni og var munurinn 30. Til samanburðar má nefna að árið 2010 fluttu 405 fleiri erlendir ríkisborgarar frá landsbyggðinni en til hennar. Í fyrra fluttu 940 fleiri Íslendingar til útlanda frá landsbyggðinni, en voru 1.150 árið 2010.