Aðeins eitt fyrirtæki hefur verið stofnað í evrulöndunum frá 1975 til 2007 sem er meðal 500 stærstu skráðra fyrirtækja í heimi.

Fyrirtækið er spænskt og heitir Inditex. Það framleiðir tískufatnað, m.a. undir merkjum Zara og Massimo Dutti. Þetta kemur fram í nýjasta hefti tímaritsins Economist .

Í Evrópu allri hafa tvö stórfyrirtæki verið stofnuð á sama tíma, utan þess spænska. Hin tvö í Bretlandi. Á sama tíma hafa verið stofnuð 13 stórfyrirtæki í Kaliforníu einni.

Frá árinu 1950 til 2007 voru aðeins stofnuð 12 stórfyrirtæki í Evrópu en 52 í Bandaríkjunum á sama tíma.

Í greininni kemur fram að skortur á frumkvöðlum í Evrópu er um að kenna. Samkvæmt Gobal Entrepreneurship Monitor voru aðeins 2,3% fullorðinna Ítala frumkvöðlar, 4,2% í Þýskalandi og 5,8% í Frakklandi.

Í Bandaríkjunum voru þeir hins vegar 7,6%, í Kína 14% og í Brasilíu 17%.