Með lagabreytingunum sem stjórnvöld gerðu á vörugjöldum um áramótin voru vörugjöld á bílavarahlutum felld niður.

Í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu segir að rétt sé að benda á að um það bil helmingur bílavarahluta hafi ekki borið vörugjöld fyrir breytingarnar og þess vegna sé því fjarri að allir varahlutir hafi lækkað í verði þegar breytingarnar tóku gildi.

„Nokkuð hefur borið á misskilningi vegna þessa og því vill Bílgreinasambandið benda á þá staðreynd að ekki er um flata lækkun á varahlutum er að ræða,“ segir í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu.

Hægt er að kynna sér hvaða hlutir báru vörugjöld og hverjir ekki hjá Tollstjóra.