Samtals var verslað með hlutabréf fyrir 1,5 milljarð króna í Kauphöll Íslands í dag. Hlutabréf 15 félaga lækkuðu í verði en aðeins bréf í einu félagi hækkuðu í viðskiptum dagsins. Úrvalsvísitalan lækkaði um tæpt hálft prósent og var skráð rétt rúm 1.900 stig við lok dags.

Síminn hækkaði eitt allra skráðra félaga um 0,7% í viðskiptum fyrir 137 milljónir króna.

Mest lækkaði Origo eða um rétt tæp 2% og næstmest bréf Haga sem lækkuðu um 1,5%. Arion banki lækkaði um 1,3% í 14 viðskiptum fyrir andvirði 234 milljónir króna, en aðeins var meiri velta með hlutabréf Marel, sem lækkuðu um tæp 0,4% í dag.