Aðeins þrjú félög lækkuðu í Kauphöllinni í dag en það voru Marel, Origo og Reginn. Reginn lækkaði mest eða um 1,19% í 12 milljóna króna viðskiptum en Origo lækkaði næst mest eða um 0,33% í 9 milljóna króna viðskiptum. Þá lækkaði Marel um 0,28% í 98 milljóna króna viðskiptum.

Tólf félög hækkuðu á markaði í dag en TM hækkaði mest eða um 3,73% í 82 milljóna króna viðskiptum. VÍS hækkaði næst mest eða um 2,35% Þá hækkaði Festi um 2,28% í 213 milljóna króna viðskiptum.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,38% í Kauphöllinni í dag en veltan á Aðalmarkaði hlutabréfaviðskipta nam 1,1 milljarði króna.