Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,77% í dag og rauf 1.800 stiga markið í dag en vi lokun stóð vísitalan í 1.806,49 stigum. Viðskipti á hlutabréfamarkaði námu tæplega 1,8 milljörðum króna. Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði um 0,06% og stendur því í 1.367,52 stigum, en viðskipti með skuldabréf námu tæplega 4,2 milljörðum króna.

Aðeins tvö félög lækkuðu á hlutabréfamarkaði í dag en það voru Origo og Sjóvá. Nýherji lækkaði meira eða um 1,00% í viðskiptum upp á rúmlega 124 milljónir króna. Bréf félagsins stóðu því í 24,75 krónum við lokun markaða. Þá lækkuðu bréf Sjóvár einnig en í afar óverulegum viðskiptum.

Mest hækkunin varð hins vegar á bréfum Símans sem hækkuðu um 1,20% í ríflega 282 milljón króna viðskiptum og stóðu í 4,22 krónum í lok dags. Bréf Regins fylgdu fast á hælum Símans en þau hækkuðu um 1,18% í 89 milljón króna viðskiptum og stóðu í 25,65 krónum við lokun.

Vísitölur Gamma

Hlutabréfavísitala Gamma hækkaði um 0,72% í viðskiptum upp á rúmlega 1,6 milljarða. Skuldabréfavísitala Gamma hækkaði um 0,04% í tæplega 3,0 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði 0,10% í tæplega 1,2 milljarða viðskiptum og óverðtryggi hluti vístölunnar lækkaði um 0,11% í rúmlega 1,8 milljarða króna viðskiptum.