Skólar geta lært af hönnuðum tölvuleikja hvernig eigi að gera námsefni áhugaverðar. Þetta segir Ólafur Andri Ragnarsson, aðjúnkt við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík. Hann var með erindi á svokölluðu Nýsköpunarhádegi Klak - nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins á þriðjudag.

Umfjöllunarefni fundarins var nýsköpun í mennt.

Ólafur Andri benti á að dæmi sé um að 21 ára karlmaður hafi eytt 10 þúsund klukkustundum í að spila tölvuleiki. Það er sami tími og hann eyddi í grunnskólanám. Annað væri skylda en hitt áhugamál. Út frá þessu lagði hann að hægt væri að læra af tölvuleikjum hvernig hægt væri að gera lærdóm áhugaverðari fyrir nemendur.

Auka megi áhuga nemenda með því að þeim stig eða umbuna strax og þeir hafa gert eitthvað. Þá megi efla áhuga nemenda á námi með því að gera þeim kleift að fylgjast með því hversu langt þeir eru komnir í leiknum/náminu.