Í nýrri Hagspá ASÍ er velt því upp hvort að vinnumarkaður á Íslandi sé að ofhitna. Bent er á að á fyrstu átta mánuðum ársins fjölgaði starfandi einstaklingum um tæplega sjö þúsund milli ára. Frá 2012 hafa starfandi einstaklingum hins vegar fjölgað um tæplega 22 þúsund — en á sama tíma hefur atvinnulausum einstaklingum einungis fækkað um tæplega sex þúsund og tæplega fimm þúsund færri einstaklingar eru utan vinnumarkaðar.

Að mati Hagspár ASÍ ber þetta merki um þann mikla fjölda sem þurft hafa að koma inn á vinnumarkað til að mæta mikilli eftirspurn eftir vinnuafli síðustu ára. Líklegt er að sú þróun tengist hröðum vexti eftirspurnar í ferðamannaþjónustu.

Atvinnuþátttaka meiri hjá körlum

Atvinnuþátttaka mældist 83,4% á fyrri hluta ársins 2016, þar af 87,4% hjá körlum og 79,3% hjá konum. Atvinnuþátttaka hefur aukist mest á aldrinum 16-24 ára, ef árið 2016 er borið við sama tímabil 2009, en minnsta aukning hefur verið hjá konum á aldrinum 55-74 ára.

Aðfluttum erlendum ríkisborgurum fjölgaði og erlent vinnuafl hefur spilað stóran sess í því að mæta eftirspurn eftir vinnuafli. Bæði eru þetta einstaklingar sem flytja til Íslands til lengri og styttri tíma.

Aðfluttir fleiri en brottfluttir

Á síðasta ári voru aðfluttir um fimmtán hundruð fleiri en brottfluttir og skýrðist það eingöngu af aðflutningi erlendra ríkisborgara þar sem að á sama tíma fluttust fleiri en til þess. Frá 2012 hafa 20 þúsund erlendir ríkisborgarar flust til Íslands, eða um 10 þúsund fleiri en brottfluttir, og  ferðaþjónustu  að  miklu leyti.

Þróunin  hefur  haldið  áfram það  sem  af  er  ári,  á fyrri  hluta þessa  árs hafa  fleiri  erlendir  ríkisborgarar  flust hingað til lands heldur en allt árið 2014, og svipað margir og á síðasta ári, segir í Hagspá ASÍ.