*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 14. október 2014 14:22

Aðgangi lokað að deildu.net

Sýslumanninum í Reykjavík ber að leggja lögbann við athöfn Fjarskipta að veita viðskiptamönnum aðgang að deildu.net.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur lagt fyrir Sýslumanninn í Reykjavík að leggja lögbann við þeirri athöfn Fjarskipta hf. að veita viðskiptamönnum sínum aðgang að vefsíðunum deildu.net og PirateBay.

Í niðurstöðum dómsins segir að aðalinntak höfundaréttar sé einkaréttur höfundar til að gera eintök af verki sínu og birta það. Starfsemi þessara vefsíða vegi gegn þessum grundvallarrétti, og þótt vefsvæðin hafi verið opin um skeið liggi ekki annað fyrir en að notkun og dreifing hins höfundavarða efnis standi enn yfir og nýtt efni sé sífellt að koma inn. 

Segir einnig í dóminum að fallist sé á með sóknaraðila (STEF) að hætta sé á að réttindin muni fara forgörðum eða verða fyrir teljandi spjöllum verði hann knúinn til að bíða dóms um þau. Umrædd höfundaréttarbrot haldi áfram og höfundar verði þar með fyrir fjártjóni sem hætta sé á að fáist ekki bætt þurfi sóknaraðili að bíða dóms. Telur dómurinn lögbann áhrifamesta úrræðið til að stöðva lögbrotin.

Stikkorð: STEF Deildu.net