Fjármálaráðherra Ítalíu, Giulio Tremonti, hefur sett saman áætlun um hvernig eigi að styrkja staðnandi efnahag þjóðarinnar. Þetta kom fram í morgunpósti IFS greininar. Ósannfærandi niðurskurðaráætlanir og lækkun lánshæfismats ríkisins hefur orðið til þess að ríkisstjórnin hefur þurft að koma með eitthvað útspil. Meðal þess sem áætlað er að gert verði er 8 ma. evra þjóðvegur frá Róm til Feneyja. Hagvaxtarhorfur fyrir Ítalíu eru ekki bjartar. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lækkaði landsframleiðsluspá sína, fyrir árið 2012, um heilt prósentustig og er búist við því að hagvöxtur verði aum 0,3%