Áætlun ríkissstjórnarinnar um aðgerðir vegna skuldavanda heimila landsins var lögð fram á Alþingi í dag. Eins og fram kom í stefnuræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í gærkvöldi er aðgerðaráætlunin í tíu liðum.

Á meðal aðgerða ríkisstjórnarinnar er m.a. að settur verði á fót sérfræðingahópur sem útfæri mismunandi leiðir til að ná fram höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána, endurskoðun stimpilgjalda og fleira því tengt. Þá á að gera úttekt á kostum og göllum þess að stofna sérstakan leiðréttingarsjóð vegna húsnæðislána.

Flestar tillögurnar á að leggja fram í sumar og fram á næsta vor.