*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 29. mars 2015 09:30

Aðgerðir kreppuára að skila sér hjá Ölgerðinni

Framkvæmdastjórum hefur verið fækkað um tvo og skipurit fyrirtækisins hefur verið einfaldað.

Edda Hermannsdóttir
Birgir Ísl. Gunnarsson

Síðasta starfsár Ölgerðarinnar var það besta í sögu fyrirtækisins að sögn Andra Þórs Guðmundssonar, forstjóra Ölgerðarinnar. Þann 28. febrúar síðastliðinn lauk starfsári fyrirtækisins. Árið á undan var litað af einskiptikostnaði vegna endurálagningar ríkisskattstjóra fyrir árin 2008 til 2013 upp á milljarð sem orsakaði mikið tap auk þess sem afkoma af reglulegum rekstri var undir væntingum.

Andri segir helsta sigurinn vera í bjórsölunni. „Góð afkoma helgast af aukinn eftirspurn og stærri markaðshlutdeild. Markaðurinn er að taka við sér og það má segja að okkar aðgerðir í gegnum kreppuár séu að skila sér.“

Ölgerðin hefur undanfarna mánuði unnið að skipulagsbreytingum með því að sameina deildir og einfalda skipurit. Andri Þór segir breytingar alltaf eiga sér stað en þessum skipulagsbreytingum sé lokið. Liður í breytingunum var að fækka framkvæmdastjórum um tvo þar sem tekjusviðum var fækkað og samfélags- og samskiptastjóri lét af störfum