*

fimmtudagur, 4. mars 2021
Erlent 15. desember 2020 09:03

Adidas íhugar að selja Reebok

Þýski íþróttavörurisinn Adidas íhugar að selja íþróttavörumerkið Reebok sem félagið keypti á 3,8 milljarða dollara árið 2006.

Ritstjórn
epa

Þýski íþróttavörurisinn Adidas íhugar að selja íþróttavörumerkið Reebok, sem hefur verið hluti af Adidassamsteypunni frá árinu 2006. Endanleg ákvörðun liggur þó ekki fyrir, en Adidas hyggst greina frá ákvörðuninni í mars á næsta ári. BBC greinir frá.

Reebok hefur helst mest einblínt á markaðinn vestanhafs undanfarin ár en á sínum tíma greiddi Adidas 3,8 milljarða dollara fyrir íþróttamerkið. 

Nokkrir mögulegir kaupendur hafa verið nefndir til sögunnar og þar á meðal er alþjóðlega fjárfestingafélagið Permira, sem á m.a. skóvörumerkið Dr Martens, og VF Corporation, sem á m.a. fatamerkið Timberland.

Adidas segir að salan mögulega sé hluti af nýrri fimm ára stefnumótunaráætlun fyrirtækisins.

Stikkorð: Adidas Reebok