Árið 2022 var erfitt hjá Adidas, en félagið hyggst lækka fyrirhugaðar arðgreiðslur til hluthafa á árinu 2023 vegna ársins 2022.

Hagnaður félagsins dróst saman um 83% á milli ára og nam 254 milljónum evra. Þar af tapaði þýski íþróttavörurisinn 482 milljónum evra á fjórða ársfjórðungi.

Adidas á eftir að ákveða hvernig það ætlar að selja birgðir sínar af Yeezy skónum, sem hannaðir voru af tónlistarmanninum Kanye West. Félagið gerir ráð fyrir að skila um 700 milljóna evra rekstrartapi á þessu ári ef því tekst ekki að nýta birgðir sínar af Yeezy skónum.