Þýski íþróttavöruframleiðandinn Adidas hefur ákveðið að selja frá sér vetraríþróttardeildina Salomon. Kaupandi er Amer Sport sem er með höfuðstöðvar sínar í Finnlandi. Amer rekur nú þegar nokkur vel þekkt íþróttavörumerki og er þar fremst í flokki Wilson íþróttavörurnar. Kaupverðið nam 485 milljónum evra eða tæpum 40 milljörðum króna.

Salan kemur í kjölfar verulegra erfiðleika tengda rekstri Salomon.