Íþróttavöruframleiðandinn Adidas, hefur hækkar spár sínar fyrir árið 2011 eftir að uppgjör annars ársfjórðungs var birt. Hagnaður Adidas jókst um 11% milli ára og nam 140 milljónum evra. Góð sala í Kína er meðal þess sem skýrir aukinn hagnað en salan þar jókst um 41%.

Adidas spáir nú methagnaði árinu þrátt fyrir að hvorki Ólympíleikar né Heimsmeistaramótið í fótbolta sé haldið á árinu. Nú er spáð að hagnaður á hlut verði á bilinu 3,10-3,12 evrur. Áður var sagt að hagnaður á hlut gæti verið 2,98 evrur á árinu. Árið 2010 nam hagnaður á hlut 2,71 evrum og er því spáð um 15% hækkun.