*

miðvikudagur, 20. október 2021
Innlent 18. september 2014 11:45

Aðrir taka við skjólstæðingum Karls

Karl Axelsson segist hlakka til að setjast í sæti dómara.

Jóhannes Stefánsson
Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Karl Axelsson hefur verið settur dómari við Hæstarétt frá 16. október nk. til 15. apríl 2015. Hann leysir Viðar Má Matthíasson sem nú er dómari við réttinn af á meðan sá síðarnefndi skrifar bók um vátryggingarétt.

Aðspurður segir Karl að dómarastarfið leggist ljómandi vel í sig. „Það hefur lengi verið talað um þörf á því að lögmenn komi að dómarastörfum í landinu svo að dómarar séu ekki einsleitur hópur," segir hann. Setning hans í dómarastól sé ákveðin viðurkenning á því að sá hópur sé helst til einsleitur.

Hvað skjólstæðinga Karls varðar munu aðrir lögmenn á Lex lögmannsstofu taka að sér verkefni og hagsmunagæslu fyrir þá. „Það samræmist auðvitað ekki dómarastarfinu að gegna lögmannsstörfum á meðan," segir Karl.