Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja segir hugmyndir stjórnmálaflokkanna  um aðskilnað fjárfestingabanka- og viðskiptabankastarfsemi ekki vera í takt við alþjóðlega þróun. „Þar er aðgreiningin ekki endilega á milli fjárfestingabankastarfsemi og viðskiptabankastarfsemi heldur hafa aðgerðirnar snúist að því að greina alþjóðlega starfsemi frá þeirri sem er í heimaríki viðkomandi banka,“ segir Yngvi og bendir á að með þessu séu menn að reyna að koma í veg fyrir að alþjóðleg starfsemi vaxi ekki yfir höfuð starfsemi þeirra í heimalandinu líkt og gerðist hér á landi. Þetta sé í takt við þann lærdóm sem menn drógu af fjármálakreppunni að sögn Yngva og vísar meðal annars Liikanen-skýrslu ESB og Vickersskýrslunnar í Bretlandi.

Vinstri grænir, Samfylking og Píratar og Flokkur fólksins eru fylgjandi aðskilnaði fjárfestingabankaog viðskiptabankastarfsemi auk þess sem Framsóknarflokkurinn sé tilbú- inn að skoða kosti og galla aðskilnaðar. Samanlagt eru flokkarnir, að meðtöldum Framsóknarflokknum, enda eiga þeir, að undanskildum Flokki fólksins í stjórnarmyndunarviðræðum.

„Í öðru lagi er mjög óljóst hvað menn eiga við með fjárfestingabankastarfsemi og viðskiptabankastarfsemi. Oft er vísað til Glass-Steagall laga í Bandaríkjunum frá 1933 og 1934. Ef menn túlka það sem aðskilnað fjárfestingabankastarfsemi og viðskiptabankastarfsemi þá var þar átt við að bönkum sem tóku við innlánum var bannað að vera viðskiptavakar í verðbréfum fyrirtækja. Volcker-reglan, sem innleidd var í Bandaríkjunum og er kennd við Paul Volcker, fyrrverandi seðlabankastjóra í bandaríska Seðlabankanum, bannar bönkum að eiga viðskipti fyrir eigin reikning. Bankar sem taka við innlánum mega ekki eiga veltubókarviðskipti fyrir eigin reikning. Þessar útfærslur út af fyrir sig eru frekar afmarkaðar og myndu ekki hafa mikil áhrif hér á landi. En ef menn eru að tala um að öll stærri lán, öll lán til stærri fyrirtækja og fjármögnun þeirra þurfi að vera í öðrum banka þá er verið að breyta viðskipamódeli bankanna miklu meira.“

Slíkt hefði miklar afleiðingar í för með sér fyrir bankakerfið. „Fjárfestingabankahlutinn yrði metinn áhættumeiri, það yrði hugsanlega erfitt að fá lán erlendis frá til fjármöngunar hans og það yrði erfitt að fá lánshæfismat á slíka banka. Það gæti haft í för með sér meiri kostnað fyrir Ísland í heild og íslenskt atvinnulíf auk þess sem lánskjör yrðu erfiðari.“

Nánar er rætt við Yngva Örn í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .