Töluvert hefur verið rætt um aðskilnað viðskipta- og fjárfestingabanka á síðustu vikum og mánuðum. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir aðskilnað viðskipta- og fjárfestingarbanka að sínu mati enga töfralausn.

Hún setji þó traust sitt á þá nefnd sem stofnuð hefur verið til að kanna málið enda sitji þar fagmenn með yfirgripsmikla þekkingu á fjármálamörkuðum. Hún treysti því að nefndin skoði þetta af skynsemi.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.