Ýmis tegn eru á lofti um að aðstæður fyrir rekstur félaga hér innanlands séu að batna. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans í dag. Í greininni er fjallað um vöxt hlutabréfamarkaðarins í Kauphöll Íslands og hækkun hlutabréfaverðs. Líklegt þykir að Sjóvá, HB Grandi og Promens verði skráð á árinu og hugsanlega fleiri fyrirtæki.

Í greininni eru tekin dæmi um að boðaðar skuldaleiðréttingar, samþykkt kjarasamninga, lækkandi verðbólga og stöðugri króna gefi a.m.k. vísbendingar um að aðstæður fyrir félög á innlendum markaði séu að batna, þó að líklegt sé að sá afkomubati sé að einhverju þegar leyti þegar verðlagður inn í hlutabréfaverð margra félaga. Varðandi félögin sem  hafa stærstan hluta tekna sinna í erlendri mynt er staðan ögn óljósari og háð þróun magra ólíkra þátta.

Samt sem áður séu spennandi tækifæri í myndinni hjá þeim félögum og vísbendingar um gott ár hjá mörgum þeirra.