Fjölskyldur farþeganna sem létust í flugi Malaysian Airlines MH17 síðastliðinn fimmtudag fá fimm þúsund Bandaríkjadali, eða rúmlega hálfa milljón íslenskra króna, frá flugfélaginu. Þessu greinir Vísir frá.

Þetta ætlað til aðstoðar á erfiðum tímum aðstandenda. Flugfélagið mun ásamt þessu útvega aðstandendum flugi til og frá Úkraínu, áfallahjálp, hótelgistingu og mat. Tekið var sérstaklega fram að fjárveitingin mun ekki dragast frá né hafa áhrif á aðrar skaðabætur aðstandenda seinna meir, né hafa áhrif á lagalegan rétt þeirra.

298 farþegar létust þegar vél Malaysia airlines var grandað í austurhluta Úkraínu á fimmtudaginn. Þann áttunda mars síðastliðinn þegar farþegavél félagsins MH370 hvarf sporlaust yfir Indlandshafi. 239 manns voru í þeirri vél. Þetta þýðir að 534 hafa látið lífið í tveimur flugum á vegum flugfélagsins á fjórum mánuðum.