*

laugardagur, 24. október 2020
Erlent 28. júlí 2020 17:27

Aðstoð Seðlabankans nær út árið

Bandaríski Seðlabankinn hefur ákveðið að framlengja neyðarfjármögnun sína út árið 2020.

Ritstjórn
Seðlabanki Bandaríkjanna.
epa

Seðlabanki Bandaríkjanna mun framlengja neyðarfjármögnun sína um þrjá mánuði og mun henni því ljúka í lok árs. Framlengingin kemur í kjölfar aukinnar svartsýni vegna heimsfaraldursins.

Aðstoðin var meðal annars sett á til að aðstoða meðalstór fyrirtæki og styðja við skammtímafjármögnun fyrirtækja. Framlenging þessi á því að draga úr óvissu félaga enda hafa þau greiðari aðgang að fjármagni. Financial Times greinir frá.

Því er spáð að efnahagsreikningur Seðlabankans muni nema 8,5 billjónum dollara í lok árs samanborið við ríflega 4 billjónir í upphafi árs. Í maímánuði var gert ráð fyrir því að hann myndi nema 9,5 billjónum í lok árs.