Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur gefið í skyn að stærstu hagkerfi Evrópu séu tilbúin til þess að auka aðstoð sína við Grikki. Er þar um tilraun til þess að efla trú á evrunni að ræða. „Það hefur vissulega verið rætt hvort unnt sé að framlengja aðstoðina við Grikki,“ sagði hún eftir fund med Georgios Papandreou, forsætisráðherra Grikklands í Berlín í gær. Samkvæmt Bloomberg nær aðstoðin við Grikkland aðeins til þriggja ára en til samanburðar nær aðstoð Evrópuríkja við Írlands til sjör ára.

Merkel sagði að framlengingin yrði þó að vera hluti af heildarpakka sem ræddur verður á leiðtogafundi Evrópusambandsins í næsta mánuði.