Sigurður Kári Kristjánsson hefur látið af störfum sem aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Sigurður Kári var fyrst kjörinn á þing árið 2003 og sat til ársins 2009. Þá féll hann af þingi og var ráðinn aðstoðarmaður Bjarna.

Hann sat á alþingi frá apríl 2010 til loka september 2011 í fjarveru Illuga Gunnarssonar. Sigurður Kári er nú sjálfstætt starfandi lögmaður.

Nánar um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.