*

sunnudagur, 5. desember 2021
Innlent 3. maí 2015 12:25

Aðstoðarforstjóri Jarðborana hættur

Deildar meiningar eru um hvort Sturla F. Birkisson, fráfarandi aðstoðarforstjóri Jarðborana, hafi sagt upp störfum eða hvort honum hafi verið sagt upp.

Kári Finnsson
Hér er Sturla lengst til vinstri ásamt Steingrími J. Sigfússyni, Baldvini Þorsteinssyni og Ólafi Ragnari Grímssyni. Myndin er tekin þegar borinn Þór var tekinn til notkunar.

Sturla F. Birkisson, aðstoðarforstjóri Jarðborana, hefur hætt störfum hjá fyrirtækinu. Þetta staðfestir hann í samtali við Viðskiptablaðið. Baldvin Þorsteinsson, forstjóri Jarðborana, vill hvorki neita né staðfesta starfslok hans en Sturla hefur ekki starfað hjá fyrirtækinu frá því í lok janúar að eigin sögn og hefur nafn hans verið fjarlægt af skipuriti félagsins á vefsíðu þess. Deildar meiningar eru um hvort Sturla hafi sagt upp störfum eða hvort honum hafi verið sagt upp.

Sturla vill sjálfur ekki tjá sig um málið að öðru leyti en því að hann starfi ekki lengur hjá fyrirtækinu, en heimildir Við­ skiptablaðsins herma að stjórnendur Jarðborana telji að hann hafi sjálfur hætt störfum hjá fyrirtækinu. Hann hafi t.d. ekki fengið greiddan uppsagnarfrest.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.