Sigsteinn Grétarsson, aðstoðarforstjóri Marel, hefur innleyst kauprétt og keypt 200 þúsund hluti í Marel, samkvæmt tilkynningu frá félaginu. Kaupin ganga í gegn á genginu 92 krónur á hlut sem jafngilda því að hann ver 18 milljónum króna til hlutabréfakaupanna.

Hlutabréf Marel standa í 120 krónum á hlut og jafngilda kaup Sigsteins því að hann fái þau á sex milljóna króna lægra verði.

Sigsteinn átti fyrir 25 þúsund hluti í Marel en hann á rétt á því að kaupa eina milljón hluta. Kaupin nú jafngilda því að hann hafi innleyst um fimmtung af kauprétti sínum.