Aðstoðarmaður þáverandi landbúnaðarráðherra, Jóns Bjarnasonar, hringdi í starfsmann Arion banka og bar þau skilaboð að ráðherrann væri andsnúinn sölu á tveimur svínabúum til Stjörnugríss. Kemur þetta fram í dómi Héraðsdóms, sem staðfesti þá ákvörðun samkeppnisyfirvalda að heimila ekki sölu búanna til Stjörnugríss.

Þórarinn Ingi Ólafsson, starfsmaður Arion banka, skýrði fyrir Héraðsdómi frá því á þeim tíma, þegar tilraunir til að selja eignir svínabúanna stóðu yfir, hringt í sig og borið þau skilaboð frá ráðherranum að hann vildi að búin yrðu ekki seld án þess að áður yrði rætt við ráðherrann. Hafi það jafnframt komið fram að ráðherrann væri mjög mótfallinn sölunni til Stjörnugríss.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.