Aðstoðarmaður Ólafar Nordal Innanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ætlar að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.

Kosningastjóri í kjördæminu

Áður en Þórdís var ráðin aðstoðarmaður Ólafar var hún framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins sem og hún var kosningastjóri flokksins í kjördæminu fyrir síðustu alþingiskosningar. Áður hefur hún starfað hjá sýslumanninum á Akranesi, Marel og úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Hún útskrifaðist með meistaragráðu í lögfræði árið 2012 frá Háskólanum í Reykjavík og bachelor gráðu árið 2010 frá sama skóla.

Með stúlku í bumbunni

Einnig hefur hún verið virk í félagsstörfum, var formaður ungra Sjálfstæðismanna á Akranesi, setið í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna og stjórn Lögréttu, félags laganema við HR.

Tilkynnir hún um framboð sitt í færslu á facebook þar sem hún telur meðal annarra baráttumála upp nauðsyn góðs netsambands fyrir landið allt, í því felist frelsi til búsetu. Einnig ætlar hún að reyna að hitta sem flesta í kjördæminu í sumar til að mynda á bæjarhátíðum þar sem hún taki fjölskyldu sína með mér, þar með talið litla stúlku í bumbunni.